Dýralæknafélag Íslands var stofnað  7. september 1934

Þeir einir mega stunda dýralækningar hér á landi sem hlotið hafa leyfi landbúnaðarráðherra samkvæmt ákvæðum sem ráðherra setur í reglugerð að fenginni umsögn yfirdýralæknis.  Landbúnaðarráðherra gefur út leyfisbréf handa dýralækni til að stunda dýralækningar og dýralæknir undirritar eiðstaf þar að lútandi. Yfirdýralæknir heldur skrá yfir dýralækna sem hafa leyfi til að stunda dýralækningar.

Félagar í DÍ geta þeir orðið sem lokið hafa háskólaprófi í dýralækningum.
Eftirfarandi geta sótt um að verða aukafélagar: a) Dýralæknanemar og dýralæknar í framhaldsnámi, b) dýralæknar sem dvelja erlendis í hálft ár eða lengur, c) dýralæknar sem greiða í önnur stéttarfélög og d) dýralæknar sem ekki eru í starfi í hálft ár eða lengur.

Þeir félagar sem eru í fæðingarorlofi geta borgað félgsgjaldið í gegn um Fæðingarorlofssjóð með því að biðja um það á umsókninni .

Félagsgjaldið er nú 1% af heildarlaunum og 1200 kr á mánuði fyrir aukaaðild.

Sækja um aðild að DÍ

miđvikudagur 20 september 09 2017
Nýjustu fréttir
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...
DÍ sendir inn tilnefningu um Ólaf Valsson sem coucillor fyrir Evrópu til WVA....
Skrifað var undir kjarasamning við ríkið í BHM samfloti um 10 leytið...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.