ELÄINLÄÄKÄRI
Finnska dýralæknaritið  8/2009

Dýralæknar á Íslandi

Ísland hefur fengið mikla umfjöllun vegna fjármálakreppunnar. Þrátt fyrir mikla ringulreið halda um hundrað dýralæknar áfram að sinna sínu starfi,  þróa dýralæknaþjónustuna og njóta lífsins á Íslandi á ýmsan hátt.

Texti og myndir: Anna Parkkari

,,Allir starfnandi dýralæknar eru meðlimir í Dýralæknafélaginu. Undanfarið hafa fjórir félagar íhugað að ganga úr félaginu en við höfun átt í viðræðum við hvern og einn þeirra. Ég spái því að í félaginu verði áfram allir starfandi dýralæknar”, segir formaður Dýralæknafélags Ísland, Guðbjörg Þorvarðardóttir, sem er kölluð Gauja. Að meðtöldum eftirlaunaþegum eru félagar í DÍ 120.
 Gauja tók við af Sif Traustadóttur sem var fyrsti kvenformaður félagsins. Formaðurinn getur sinnt formennsku í fjögur ár en þó með árlegu endurkjöri. Gauja er á sínu fyrsta formannsári. Hún lærði dýralækningar í Kaupmannahöfn, vann svo eitt ár á Nýja Sjálandi og nam radiologi í Sidney í Ástralíu.

Á íslandi eru  um það bil hálf milljón sauðfjár og 77.000 hross en íslenski hesturinn er stolt Íslendinga. Bannað er að flytja til landsins lifandi dýr að undanskyldum örfáum undantekningum sem eru þó háðar sérstöku leyfi.

Þjónusta við félagsmenn
Félagið leggur áherslu á að gæta hagmuna félagsmanna m.a. með því að vera í samstarfi við BHM, eða samtökum háskólamann, þegar um er að ræða kjarasamninga. Í lok júni var undirritaður stöðugleikasáttmáli á Íslandi um hærri skatta og óbreytt laun. ,,Hlutverk okkar er einnig að upplýsa þingmenn um lagasetningu sem snerta málefni dýralækna”. Það hefur áhrif að í litlu landi þekkir mjög virkt fólk öll mikilvægustu svið þjóðfélagsins. Það er öllum kunnugt að í bakgarði Alþingis er sannkölluð vin öllum opin.

Á Íslandi er ekki hægt að læra dýralækningar. Margir telja það kost að dýralæknar skuli vera menntaðir í ýmsum löndum. Jóhönnu, bróðurdóttur Gauju, dreymir um að verða dýralæknir. ,,Ég vildi helst læra í Englandi þar sem ég er góð í ensku”.

 Félagar í DÍ fá upplýsingar frá félaginu í tölvupósti, félagið er að þróa heimasíðu og stendur árlega fyrir fræðslufundum. ,,Blaðaútgáfa borgar sig ekki fyrir svo lítið félag. Við notfærum okkur mökuleika internetsins; við erum einnig með enskan hluta á heimasíðu okkar. Á fræðslufund í haust fáum við til okkar þýskan sérfræðing í hrossasjúkdómum”.  Formaðurinn segir einnig að vilji sé til að hækka félagsgjöldin og búa til tvær deildir fyrir félagsmenn til að þjóna einnig þeim sem sem ekki starfa í opinbera geiranum.
 Lauslega áætlað eru um 40% félaganna sjálfstætt starfandi, um 40% starfa hjá ríkinu og um 20% starfa annars staðar, sem dýralæknar, eða við óskyld störf. 
 Ekki er hægt að læra dýralækningar á Íslandi. Það kemur oft fram í umræðum að dýralæknar telja það mikinn kost að geta unnið við hlið kollega sem eru menntaðir í ýmsum löndum. ,,Það er alveg frábært”, segir einhver. Þetta sérstaka fjármálaástand varpar skugga á viðbótarnám þar sem utanlandsferðir eru mjög dýrar núna. 
 Formaðurinn telur mikilvægt að endurskoða tryggingarmál. ,,Nú eru dýralæknar einungis tryggðir fyrir óhöppum í starfi sem leiða til dauða sjúklinga”. Hún er einnig með hugmyndir, sem eru komnar vel áleiðis, um skráningu dýra og sjúkdómtilfella í dýrum og gagnagrunn sem jafnvel mætti tengja við gagnagrunna hinna Norðurlandanna.   

Formaðurinn, Gauja, á hesta eins og flestir Íslendingar. Á myndinni er hryssan Embla.
Ríkið skipuleggur vaktir

Umræður eru nú í gangi um vaktafyrirkomulag dýralækna. Vaktafyrirkomulagið er þannig að ríkið greiðir þeim sem eru tilbúnir til að taka að sér vaktir, einstaklingum jafnt sem dýralæknamiðstöðum. Héraðsdýralæknar og embættisdýralæknar mega ekki sinna almennum praksís. Menn eru samstíga um að vera með gjaldskrá í lægri kantinum: hún þyrfti að hækka.
 Þegar spurt er nánar um vaktafyrirkomulagið, eins og t.d. hversu margar vaktir sumir taka og hvernig vaktlistinn er settur saman, verða svörin nokkuð óljós. Dýralæknastöðvar sinna alltaf sínum sjúklingum og sumir dýralæknar verða alltaf að vera á vakt. Flestar dýralæknastofur eru með opið að hluta til á laugardögum. Sumir eru þeirrar skoðunar að ekki eigi að gefa út lista yfir vakthafandi dýralækna. ,,Þetta er reyndar ekki stórt vandamál þar sem dýralæknar sem vinna saman sjá um sinn sjúklingahóp”.  
 En þegar á allt er litið þá er mikill munur á starfi dýralækna í stórum héruðum og afskektum héruðum með fáum dýrum. Strjálbýlustu héruðin eru á Norðvesturlandi og Austurlandi en engin byggð er á miðju landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er allt til alls en rætt er um að í hinum dreyfðu byggðum þurfi þjónusta að verða svipuð.

Hrossalæknirinn Björgvin keypti bílinn þegar íslenska krónan var sterk. Bíllinn var keyptur í Bandaríkjunum, sérútbúinn fyrir dýralækni og sagt er að hann reynist vel. Umhverfis Reykjavík eru víða hesthúsahverfi og þangað er farið til að skoða halta hesta.

Hestar fá einnig meðhöndlun í höfuðborginni

,,Bíllinn minn er af árgerð 2007”, segir Björgvin Þórisson, sérfræðingur í hrossasjúkdómur og brosir. ,,Margir fengu sér dýra bíla fyrir bankahrun. Talað er um árgerð 2007. Ég keypti bíl frá Bandaríkjunum og er ánægður með hann. En lánið á honum hefur breyst umtalsvert”.
 Ég fer með Björgvini í vitjanir í nokkur hesthús í útjaðri höfuðborgarinnar og fylgist með honum á stofunni hans. ,,Mér líkar að vinna einn, þá þarf ég ekki að vera stöðugt að samræma vinnuna einhverjum öðrum. Ég leigi aðstöðu fyrir mig einann en met mikils að hitta aðra dýralækna og að geta rædd við þá fagleg málefni. Ég tel að það sé alltaf mikils virði að geta rætt við sér reyndari kollega”. Björgvin lærði dýralækningar í Hannover. Hann les mikið bandarísk dýralæknablöð á sviði hrossasjúkdóma.
  Íslenski hesturinn er líkast til orkuuppspretta þessa dýralæknis. ,,Komið hefur upp frjósemisvandamál í hryssu. Ég reyni ekki að meðhöndla það því fangprósentan er mjög há hjá íslenska hestinum með náttúrulegu aðferðinni. Ég vel aðeins þær hryssur sem eru í lagi hvað þetta varðar”, segir hann við mig í bílnum. Á Íslandi eru hross ekki bólusett svo bólusetning er ekki hluti af starfinu.
 Í hesthúsunum eru tveir hestar með vandamál í fótum. Annar er haltur en orsökin heltinnar er ókunn. Hinn er með stóra graftarígerð í fæti. Á klínikkinni bíður hestur með hrossasótt og stuttu seinna þarf að skoða vandlega tvo hesta vegna sölu. Í millitíðinni kom köttur sem þurfti að aflífa vegna elli og hrörleika.

,,Ég þarf að finna mér nýjan stað”, segir Björgvin. Örn þarf að fara í læknisskoðun því hann á að fara á heimsmeistaramót íslenska hestsins og verður svo seldur á eftir. Knapinn, Linda Rún Pétursdóttir, fékk verðlaun á hestamannamóti í ágúst sem framúrskarandi ungur knapi.
 ,,Þessi hestur er að fara til Sviss á heimsmeistaramótið,” heyri ég hann segja um tíu vetra hesta sem hann er að skrifa um. Hestinn á að selja eftir mótið í ágúst. Dýralæknirinn tekur röntgenmyndir, gerir beygjuprufur, horfir á hreyfingarnar bæði á beinni braut og í hring, raspar tennur og gerir almenna læknisskoðun. ,,Við græðum ekki á því að reyna að selja lélega hesta til útlanda. Orðstír okkar verður aðeins góður ef við seljum bara góð hross”.
 ,,Jæja, þarna byrjar að koma frá honum”, segir Björvin ánægður og horfir á hrossasóttarsjúklinginn í stíunni. Bráðum fær hann að bragða á blautu heyi”. ,,Ég þarf að fara að leita mér að annarri aðstöðu, tölvan mín stendur á skurðarborðinu”.

Matvælastofnun

Í lok júní er sauðféð komið í sumarhaga.

Á Íslandi er m.a. verið að taka upp lög og reglur Evrópusambandsins um dýralækningar og heilbrigðiseftirlit. Í útvarpinu voru fréttir af því að Alþingi hefði samþykkt lög og reglugerðir um þessi mál.
 Árið 2008 var opnuð MAST, Matvælastofnun, opinber stofnun um matvælaeftirlit og mátvælaöryggi. Í henni er sameinað allt matvælaeftirlit, þar með talið eftirlit með fiskafurðum. Aðalstöðvarnar voru fluttar frá höfuðborginni til Selfoss, um 60 km leið. Sagt er að aðalástæða flutningsins hafi verið sú að Selfoss var heimabær landbúnaðarráðherrans. Forstöðumaður stofnunarinnar er matvælafræðingur og stofnunin starfar á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar.
 ,,Ég tel að það sé gott mál að sameina t.d. eftirlit með fóðri og matvælum. Dýralæknar þurfa að sýna hæfni sína ef þeir vilja starfa sem sérgreinadýralæknar og kalla sig sérfræðinga,  segir staðgengill yfirdýralæknis, Sigurður Örn Hansson, dýralæknir. Hann segir að það sé sérkennilegt að þurfa að leita að tríkínum í kjöti þó tríkínur hafi aldrei fundist á Íslandi. Hann telur þó að í heildina tekið sé fyrirkomulagið gott. Hann segir að undanfarið hafi umræður snúist mikið um loftlagsbreytingar og hugsanlegar breytingar á útbreiðslu sjúkdóma þeim samfara.

Bogga er gæðastjóri hjá Mast og er í vinnuhópi sem vinnur að endurskoðun dýraverndunarlaganna. ,,Eftir fimm ár munum við taka eftir endurbótunum”. Mast eða Matvælastofnun tók til starfa í ársbyrjun 2008. 

Gæðaeftirlit í þróun

Yfirmaður gæðaeftirlitsins, Sigurborg Daðadóttir, kölluð Bogga, trúir líka á nýtt skipulag. ,,Nú er í mótun hjá okkur gæðaeftirlit með mjög praktísk markmið. Markmiðið er að skipta ábyrgðinni þannig að hver og ein(n) viti hvers af honum/henni er vænst. Þekkingin á að nýtast bæði í daglegu starfi og þegar óvænt vandamál koma upp”.
 Bogga vann áður í sjö ár í fiðurfjárgeiranum. Á Íslandi hefur orðið breyting á kjötneyslunni: Nú er mikil neysla á kjúklingum og öðrum fiðurfénaði ásamt neyslu á lamba- og svínakjöti. Bogga sinnir einnig rannsóknum á kamfílobakter í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Rannsóknin hefur t.d. leitt í ljós þá sérstöðu á Íslandi að þar sem húsnæði á kjúklingabúum eru hituð upp með hitaveituvatni og vatnið rennur út í jarðveginn í kring, þá verða til kjöraðstæður fyrir sýklana í jarðveginum allt árið.
 ,,Verið er að endurskoða dýraverndunarlögin. Nú erum við með sérstök dýraverndunalög og sér lög um búfjárhald. Það eru framfarir að fá ný lög sem sameinar þessi lög. Breytingin tekur sinn tíma. Ef til vill sjáum við breytingu frá núverandi ástandi eftir fimm ár”, segir Bogga sem er í nefndinni sem endurskoðar lögin. Hún lærði dýralækningar í Hannover.

Héraðsdýralæknisstarfið

Katrín, héraðsdýralæknir hjá Mast, leiðbeinir Wija Ariyani, sem hefur tímabundið dýralækningaleyfi, við kjötskoðun í stóru sláturhúsi á Selfossi. Ariyani lærði dýralækningar í Indónesíu.

Katrín Helga Andrésdóttir, héraðsdýralæknir hjá Mast, segir frá starfi sínu sem er eingöngu eftirlits- og embættisstarf en hún má ekki stunda praksís. ,,Eftirlit með sláturhúsum, kjúklingabúum og mjólkurframleiðslu ásamt dýraverndun eru hluti af starfi hennar. Mál, sem varða dýravernd, eru 20-30 á ári”. Selfoss eða Suðurvesturland er starfsvæði Katrínar. Héraðsdýralæknaumdæmin eru 14 en breytingar á þeim eru í undirbúningi. Ég fór með Katrínu í stærsta sláturhús landsins þar sem Wija Ariyani, sem hefur bráðabirgðarleyfi sem dýralæknir, er við kjötskoðun. ,,Hún er ný í starfinu og ég fer til að líta eftir því að allt sé í lagi hjá henni”.

Sjúkdómar á Íslandi

Auður Lilja Arnþórsdóttir, faraldsfræðingur, sem sér um opinberar varnir gegn farsóttum í dýrum, sagði frá undirbúningi aðgerða og skipulags þar sem ákveðið væri hver tilkynnti hvað ef upp kæmi grunur um að farsótt væri að koma upp. Auður sagðist hafa tekið þátt í samnorrænu námskeiði þar sem þjálfuð voru viðbrögð við gin- og klaufaveiki. ,,Það var mjög erfitt þar sem aðstæður okkar eru nokkuð sérstæðar. En æfingin var samt góð þar sem við urðum að íhuga vel hvað hægt væri að gera í þeim aðstæðum sem upp geta komið”. Bólusetning hunda er dálítill höfuðverkur þar sem mörg bóluefni eru blönduð og ekki eru allir sjúkdómarnir á Íslandi sem sum bóluefnin eru gegn. Bólusetningu á ekki að framkvæma að ástæðulausu.

 Sjúkdómaflóran á Íslandi er allt önnur en í Evrópu: T.d. kom upp mæði/visna og garnaveiki á Íslandi 1930-40 en þeim var alveg útrýmt eftir 1960. Þá var slátrað miklum fjölda fjár. Riðuveiki er á Íslandi og hömlur eru á flutningi sauðfjár og geita milli landsvæða. Bannað er að flytja lifandi dýr til landsins en einstaka undantekningar eru þó gerðar. T.d. eru fluttir árlaga inn 200 hundar og kettir: Árið 2008  voru fluttir inn meira en 200 hundar og 28 kettir. Lifandi dýr, sem eru flutt inn, þurfa að vera í sóttkví í nokkrar vikur í eyjunni Hrísey, sem er við Norðurland. Hundar eru að meðaltali 4 vikur í sóttkví. Önnur sóttvarnarstöð er við Keflavíkurvöll á suðvesturhorni landsins.
 Áður voru fluttir til Hríseyjar lifandi nautgripir afkomendur þeirra síðan fluttir til lands úr eynni. Svín og minnkar eru fluttir lifandi í einangrun í Hrísey. Frjóvguð egg eru flutt inn. Meira að segja má ekki flytja til baka hesta sem einu sinni hafa farið frá landinu.

Sjálfstæður praksís skoðaður


Sif var fyrsti kvenformaður Dýralæknfélagsins. Félagið var stofnað 1934. Sif opnaði eigin dýralæknamiðstöð í nýju húsnæði fyrir tveimur árum. Út um gluggana sér til Esjunnar, sem sést hér í bakgrunni, sem er vinsælt útivistarsvæði.
Sif Traustadóttir varð fyrsti kvenformaður Dýralæknafélagsins árin 2007-2008. Hún rekur sjálfstæðan praksís og opnaði glæsilega dýralækningamiðstöð sem er staðsett í Grafarholti, útjaðri Reykjavíkur.
 Sif lærði dýralækningar í Kaupmannahöfn. Nú stundar hún framhaldsnám í Stóra-Bretlandi í dýraatferlisfræði. ,,Við erum mjög ánægð með aðstöðuna hér. Við vonumst nú til að hér verði vel rúmt um okkur. Það eina sem veldur okkur áhyggjum er að við tókum erlent lán sem hefur þrefaldast í íslenskum krónum eftir bankahrunið”. Dýrahjúkrun er ekki kennd á Íslandi svo flestir læra það við að vinna við hjúkrun á dýralækningamóttökum en einstaka mannahjúkrunarfræðingar hafa farið út í dýrahjúkrun. Í Danmörku er hægt að læra dýrahjúkrun en námið er nokkuð dýrt”.
 Sif vinnur líka að hluta til sem héraðsdýralæknir til að styrkja tekjugrunninn. ,,Ég held reyndar að þetta bjargist hjá okkur. Við getum enn aukið þjónustuna, m.a. höfum við pláss til að byggja útisvæði fyrir hunda, bæði fyrir okkur og viðskiptavinina. Staðsetning okkar er góð og það sama má segja um viðskiptavinahópinn. Ég er ánægð með möguleikana sem við höfum”.

Hildigunnur, dýralæknir, fjarlægir æxli á hundi í Dýralæknaspítalanum í Víðidal, dýrahjúkrunarfræðingur aðstoðar. ,,Við höfum gaman af starfinu”, segja þær báðar.

Hesthús í Víðidal, útjaðri borgarinnar

Frá vinstri: Ólöf, einn eiganda Dýraspítalans í Víðidal. Þá kemur Hildigunnur, dýralæknir, þá dýrahjúkrunarfræðingur, sem hefur unnið alla tíð við spítalann, og dýralæknanemi sem er í sumarvinnu sem hjúkrunarfræðingur. Spítalinn er opinn á laugardögum.
Í úthverfum Reykjavíkur eru víða hesthúsabyggðir. Í suðausturhluta borgarinnar er stór hesthúsabyggð aðskilin frá íbúðarbyggð þar sem er stórt óbyygt svæði með reiðgötum. Dýraspítalinn í Víðidal er þar.
 ,,Spítalinn er í eigu fjögurra dýralækna en auk þess starfa þar tveir aðrir dýralæknar og þrír dýrahjúkrunarfræðingar. Fjöldi starfsmanna er þó dálítið breytilegur. Einn dýralæknir sinnir t.d. næstum því eingöngu hestum og af þeim er nóg á svæðinu”, segir Ólöf Loftsdóttir einn eigandanna. Vinnufötin hjá okkur eru í ýmsum litum eftir smekk starfsfólksins sjálfs, eitt rannsóknarherbergið er með bláum húsgögnum, annað með grænum og setustofan er rúmgóð og björt. Allt umhverfi er mjög notarlegt. Ólöf lærði dýralækningar í Danmörku, lauk prófi 1994 og varð sérfræðingur í sjúkdómum katta og hunda árið 2007.
 Enskur dýralæknir stofnaði dýraspítalann 1970. Eftir 1990 var hann endurbyggður frá grunni. ,,Við erum ánægð að hafa ekki keypt tæki og tól fyrir lánsfé. Nú, eftir 15 ára strangt starf, getum við slakað dálítið á. Fyrstu
Dýraspítalinn íVíðidal hefur sinn eigin brennsluofn. Aðeins einn starfsmaður vinnur við ofninn til að komast hjá óbeinni snertingu við sjúklingana.
árin voru eigendurnir með fjögura daga vinnuviku. Það hvíla ekki mikil lán á fyrirtækinu sem er mjög heppilegt fyrir getu okkar. Við getum þá einbeitt okkur að góðri starfsemi”.
 Allir viðstaddir taka þátt í umræðum við kaffiborðið í Víðidal. ,,Starfsfólkið myndar lítið lýðræðissamfélag. Allir eiga þátt í ákvarðanatöku. Við viljum að allir fái næga hvíld og geti sinnt öðrum hliðum lífsins og þess vegna verður að skipuleggja starfið í dýraspítalanum”.
 Dýraspítalinn býður líka upp á mjög sérstæða þjónustu: í bakgarðinum er okkar eigin líkbrennsluofn. Katta- og hundaeigendur kaupa af okkur þjónustu. Brennsla á ketti kostar á sumrin rúmlega 70 Evrur.  Einn og sami starfsmaðurinn sér um brennsluna og sinnir ekki öðru á meðan.


Undir stráþaki í miðbænum
Gauja, formaður dýralæknafélagsins, rekur sjálfstæðan praksís í miðbæ Reykjavíkur og stofuna kallar hún Dagfinn dýralækni sem vitnar til dýralæknastofu Dr. Doolittle. Hún byggði sjálf húsið og grasi gróið þakið fær ferðamenn til að staldra við og taka myndir. Dýralæknastofan og fjölbýlishús við hliðina þar sem íbúð Gauju er standa á vinsælum ferðamannastað rétt hjá Hallgrímskirkju í hjarta borgarinnar. 

 ,,Nú vinna hjá mér tveir ungir dýralæknar og einn dýrahjúkrunarfræðingur. Ég hafði sjálf haldið að ég fengi of lítið að gera hér en raunin hefur orðið önnur. Á stofuna er komið mikið með hunda, ketti og önnur lítil gæludýr. Reyndar er gæludýraflóran ekki eins fjölbreytt á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Ég hef líka opið á laugadögum.”
 Með Gauju starfar einn íslenskur dýralæknir og dýralæknir frá Lettlandi. Til að sinna embættisstörfum á Íslandi þurfa útlendingar að taka próf í íslensku og mér er sagt að nokkrir hafi staðist það. Flestir dýralæknar af erlendum uppruna starfa við sjálfstæðan praksís, þ.á.m. einn finnskur. Hann kom til Íslands vegna áhuga á hestum, lærði síðan dýralækningar í Noregi og býr nú á Íslandi með fjölskyldu sinni.

Bestu þakkir til Mia Hellsteni, finnsks dýralæknis búsetts á Íslandi, fyrir greinargóðar athugasemdir við gerð þessarar frásagnar. Í greininni eru notuð fornöfn í samræmi við íslenskar nafnavenjur. Í símakránni er nöfnum raðað í stafrófsröð miðað við fornöfnin.

Þýtt úr finnsku
Reykjavík í apríl 2010
Sigurður H. Pétursson
 

miđvikudagur 20 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is