Halldór Runólfsson

Saga embættis yfirdýralæknis

1. Lagagrunnur og aðdragandi að stofnun embættisins
Fyrstu lög sem sett voru um starfsemi dýralækna á Íslandi voru
lög nr. 22 frá 2. október 1891 um skipun dýralækna á Íslandi. Þau
voru gefin út af Kristjáni níunda Danakonungi. Með lögum þessum
voru skipaðir tveir dýralæknar, annar í Suður- og Vesturamtinu
og hinn í Norður- og Austuramtinu. Það var hlutverk Landshöfðingja
að skipa þá og ákveða hvar þeir skyldu búa.
Næsta lagabreyting kemur svo með lögum nr. 61 um dýralækna
frá 3. nóvember 1915 og gefin út af Kristjáni tíunda Danakonungi.
Lög þessi námu úr gildi lögin frá 1891 og þar er kveðið á um að á
Íslandi skulu vera fjórir dýralæknar og þá einn í hverjum fjórðungi.
Það skuli vera Íslandsmálaráðuneytið sem skipi þá og ákveði
þeim búsetu.
Árið 1933 breytir Kristján tíundi lögunum frá 1915 með lögum
nr. 61 frá 19. júní. Þar segir að dýralæknar skulu vera fimm, tveir
í Sunnlendingafjórðungi, þriðji í Vestfirðingafjórðungi, fjórði í
Norðlendingafjórðungi og fimmti í Austfirðingafjórðungi. Atvinnumálaráðuneytið
skipi þá og kveður á um bústað þeirra. Þar
segir ennfremur að eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér að
hegða.
Með lögum nr. 24 frá 12. júní 1939 afnemur Kristján tíundi eldri
lög og dýralæknum er fjölgað í sex, tveir í Sunnlendingafjórðungi,
tveir í Vestfirðingafjórðungi, einn í Norðlendingafjórðungi og einn
í Austfirðingafjórðungi. Með þessum lögum kemur fyrsta ákvæðið
um gjaldskrá fyrir störf dýralækna, sem atvinnumálaráðuneytið
setti síðan með Gjaldskrá fyrir dýralækna nr. 190/1939. Flutningsmaður
að frumvarpi þessara laga var Sigurður E. Hlíðar sem var
þingmaður Akureyrar frá 1937–1949 og síðar fyrsti yfirdýralæknir
landsins.
Í greinargerð með þessu frumvarpi kemur m.a. fram að ósk um
fjölgun dýralækna í Vestfirðingafjórðungi hafi komið frá þingmanni
Norður-Ísfirðinga. Í öðru lagi sé staður fundinn í íslenskri sú breyting að Sauðfjárveikivarnir voru lagðar niður og öll barátta
gegn smitsjúkdómum í dýrum felld undir embætti yfirdýralæknis.


2. Yfirdýralæknar sem starfað hafa
Það er því við ofangreindar aðstæður sem embætti yfirdýralæknis
var stofnað árið 1943 og má ætla að mönnum hafi verið
orðin ljós þörfin á að hafa sérstakan yfirdýralækni til að vera ríkisstjórn
til ráðgjafar um ýmis heilbrigðismál dýra og hafa yfirstjórn
um m.a. innflutningsmál. Sérstakt

Sigurður E. Hlíðar.

má telja að fyrstu tveir yfirdýralæknarnir
sinntu einnig öðrum
embættum og því miður hefur embættinu
ekki enn verið sýndur sá sómi
að útvega því sér húsnæði.
Þeir sem gegnt hafa embætti yfirdýralæknis
eru:
Sigurður E. Hlíðar var skipaður
yfirdýralæknir 1. febrúar 1943 í
samræmi við lög nr. 4/1943. Hann
gegndi embættinu óslitið til ársloka
1955 ásamt því að vera héraðsdýralæknir
í Reykjavík til 15. febrúar
1950. Hann mun alla tíð hafa sinnt
embættisverkum frá skrifstofu á
heimili sínu. Sigurður E. Hlíðar lést
18. desember 1962.


Páll Agnar Pálsson tók við starfi

Páll Agnar Pálsson.

yfirdýralæknis í byrjun árs 1956.
Páll Agnar var meinafræðingur við
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði
á Keldum þegar hann tók við
starfinu og gegndi þeirri stöðu síðan
í hálfu starfi allt þar til hann lét af
störfum um mitt ár 1989. Á árunum
1959 til 1967 var Páll Agnar einnig
forstöðumaður á Keldum. Páll hafði
embættisskrifstofu sína alla tíð í húsnæði
Tilraunastöðvarinnar á Keldum.
Páll Agnar lést 10. júlí 2003.

Guðbrandur Hlíðar var settur
yfirdýralæknir í námsleyfi
Páls A. Pálssonar í 6 mánuði
árið 1984, en einnig leysti
hann Pál oft af í sumarleyfum.
Sigurður Sigurðarson var
settur yfirdýralæknir í 6 mánuði
árið 1987 í veikindaforföllum

Brynjólfur Sandholt.

Páls A. Pálssonar.


Brynjólfur Sandholt var
skipaður yfirdýralæknir 1. júní
1989 og gegndi því starfi til 31.
ágúst 1997, er hann lét af
störfum að eigin ósk. Áður
hafði Brynjólfur gegnt störfum
héraðsdýralæknis, fyrst í Dalaumdæmi
og síðar í Kjósarumdæmi. Brynjólfur hafði sína embættisskrifstofu
í húsnæði landbúnaðarráðuneytisins, fyrst á Rauðarárstíg
25 fram til haustsins 1996 og síðar á Sölvhólsgötu 7.

Halldór Runólfsson var skipaður yfirdýralæknir
frá og með 1. september 1997, en
hann hafði áður verið héraðsdýralæknir á
Kirkjubæjarklaustri og síðar deildarstjóri hjá

Halldór Runólfsson.

Hollustuvernd ríkisins og framkvæmdastjóri
Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Embættisskrifstofa
Halldórs hefur verið á Sölvhólsgötu
7 í húsakynnum landbúnaðarráðuneytisins.
Sigurður Örn Hansson hefur gegnt starfi
aðstoðaryfirdýralæknis síðan 1. mars 2000.
Þau nýmæli komu inn í lög nr. 66/1998 um
dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, að við embætti yfirdýralæknis
skuli starfa aðstoðaryfirdýralæknir, sem skuli vera yfirdýralækni
til aðstoðar og staðgengill hans og vera valinn úr hópi
sérgreinadýralækna.


3. Vandamál vegna innflutnings dýra og dýraafurða
a) Innflutningur búfjárafurða.
Á Íslandi hefur innflutningur búfjárafurða lengi verið mjög takmarkaður
vegna þeirrar hættu, sem búfénaði okkar gæti stafað af smitsjúkdómum sem gætu borist með afurðunum. Í byrjun 20.aldar var það fyrst og fremst miltisbrandur sem barst til landsins,
með illa sútuðum nautshúðum, að því talið er. Löggjöf þ.a.l. var síðan sett til að reyna að koma í veg fyrir þessa smitleið, en þess má geta að fólk hér á landi mun einnig hafa smitast af sjúkdómnum,auk þeirra dýra sem drápust. Hætta á innflutningi þessa sjúkdóms
mun einnig hafa verið stór þáttur í að innflutningur á beinamjöli var bannaður snemma á 20. öld, nokkuð sem seinna kom sér vel þegar kúariðan fór að breiðast út um Evrópu, fyrst og fremst með menguðu kjöt- og beinamjöli frá Bretlandi.
Árið 1942 barst hingað svínapest, sem var talin hafa borist með
innfluttu svínakjöti frá Bandaríkjunum til herliðsins sem dvaldi
hér á stríðsárunum. Blöðruþot í svínum var staðfest á svínabúi í
nágrenni Reykjavíkur árið 1953 og talið er að smit hafi borist með
matarleifum frá eldhúsum á Keflavíkurflugvelli.
Ekki er kunnugt um að fleiri dýrasjúkdómar hafi borist til landsins
með búfjárafurðum og má þakka það að lang stærstum hluta
strangri innflutningslöggjöf okkar.
b) Innflutningur dýra.
Hér verður gerð nokkur grein fyrir afdrifaríkum ákvörðunum
um innflutning á búfé, sem ætla má að hafi haft talsverð áhrif á að
ákveðið var 1943 að skipa hér sérstakan yfirdýralækni.
Telja má að það hafi fylgt íslenskum bændum alla tíð að hafa
áhuga á að flytja inn önnur búfjárkyn til kynbóta á þeim einhæfu
stofnum af sauðfé og nautgripum sem landnámsmenn fluttu með
sér. Eflaust hefur einhver innflutningur átt sér stað á miðöldum,
en engar áreiðanlegar heimildir eru tiltækar þar að lútandi.
Vitað er að á bæði 18. og 19. öld var flutt inn sauðfé og með því
barst fjárkláði, sem mjög illa gekk að eiga við og olli miklu tjóni og
heiftarlegum deilum um aðferðir til útrýmingar. Það er ekki fyrr
en á þessari öld að vonir eru bundnar við að útrýming hafi loksins
tekist.
Riðuveiki er talin hafa borist til landsins frá Danmörku með
hrút af enskum uppruna, sem var fluttur að Veðramóti í Skagafirði
1878. Enn er barist við þessa veiki.
Árið 1882 voru sett fyrstu lögin um bann við innflutningi á útlendu
kvikfé, en sérstaka undanþágu mátti þó gera með stjórnarleyfi,
gegn varúðarreglum og tryggingum. Þessum lögum var lítil lega breytt 1905 og 1909. Þann 15. júní 1926 voru sett lög nr. 22
sem stóðu óbreytt fram til 1931. Á þessum árum voru dýralæknar
hér fáir, eins og sjá má af framangreindum lagasetningum, en
þeirra áhrifamestur var að líkindum Magnús Einarson sem var
lengi dýralæknir í Reykjavík. Hann var mjög á móti hvers konar
innflutningi búfjár vegna sjúkdómahættu.
Fyrsta aldarfjórðunginn var þó stöðug umræða um innflutning
á Búnaðarþingum. 1930 eru flutt inn fimm sauðnaut frá Grænlandi
samkvæmt sérstökum lögum þ.a.l., en illa var staðið að
þessu máli og þau drápust öll fljótlega eftir komu til landsins.
Það er síðan í febrúar 1931 sem Alþingi lætur undan þrýstingi
og lagt er fram frumvarp til laga um að heimila innflutning sauðfjár
til sláturfjárbóta. Í því voru ákvæði um að hið innflutta fé skuli
sett í sóttkví að lokinni skoðun dýralæknis og þar eigi það að vera
í tvö ár eða lengur, ef ástæða þykir til. Frumvarpið var síðan sent
Búnaðarþingi, sem lagði til afdrifaríkar breytingar. Í fyrsta lagi að
í stað tveggja ára einangrunar skuli látið nægja að halda hinu innflutta
fé í sóttkví svo lengi sem dýralæknir í samráði við formann
rannsóknastofu ríkisins í þágu atvinnuveganna telja nauðsynlegt.
Í öðru lagi var lagt til að leyfður yrði, auk sauðfjár frá Skotlandi til
sláturfjárbóta, innflutningur Karakúlfjár frá Þýzkalandi til lambaskinnsframleiðslu.
Alþingi samþykkir síðan endanleg lög með
þessum breytingum eða lög nr. 27 frá 8. september 1931. Í þessum
lögum er kveðið á um að fé sem er í sóttkví skuli háð eftirliti
þess dýralæknis sem næstur sé. Ennfremur að innflutta féð skuli
látið æxlast í sóttkvínni og ennfremur að færðar séu í sóttkvína íslenskar
ær sem skulu látnar fá lömb við hinum innfluttu hrútum.
Innflutningsheimildir voru síðan notaðar 1932 þegar 25 kindur
voru fluttar inn frá Skotlandi. Þær voru hafðar í þrjá mánuði í sóttkví
í Þerney við Reykjavík, en að því búnu fluttar að Halldórsstöðum
í Laxárdal, nema bændaskólarnir á Hvanneyri og Hólum fengu
sinn hrútinn hvor. Ekki er talið að neinir nýir sjúkdómar hafi komið
með þessum kindum.
1933 eru síðan fluttir inn 5 Galloway nautgripir og hafðir í
nokkra mánuði í sóttkví í Þerney. Í þeim fannst síðar hringskyrfi
og var þeim öllum lógað, en einum nautkálfi sem fæddist í eyjunni
var bjargað í land og undan honum kom ættstofn sem enn er til.
Það er síðan í júlí 1933 að fluttar eru inn 20 kindur af Karakúl
stofni frá virtu fjárræktarbúi í Þýzkalandi og með þeim komu heil brigðisvottorð, sem metin
voru fullnægjandi. Þær voru

Fyrsti innflutningur Galloway-sæðis. F.v.: Páll
A. Pálsson yfirdýralæknir og Ólafur Stefánsson
nautgriparæktarráðunautur.

strax fluttar út í Þerney og
að tveimur mánuðum liðnum
gefur dýralæknir í
Reykjavík út vottorð þess
efnis að kindurnar teljist
heilbrigðar og voru þær
skömmu síðar fluttar víðs
vegar um landið. Alls er
talið að þrír sjúkdómar hafi
borist til landsins með þessum
innflutningi, votamæðin
sem kom fyrst upp í Borgarfirði,
þurramæðin sem kom
fyrst upp í Þingeyjarsýslu og
garnaveikin sem kom upp á
svipuðum tíma víðs vegar á landinu. Fyrstgreindu sjúkdómunum
var útrýmt og er talið að síðasta tilfelli mæðiveikinnar hafi verið á
Hreimsstöðum í Norðurárdal 1965. Við útrýmingu garnaveikinnar
er enn fengist við.
Það tók langan tíma að fá úr því skorið um hvaða veiki var að
ræða, þar sem mæðiveikin átti í hlut, því lengi hölluðust margir að
því að um lungnapest eða lungnaormaveiki væri að ræða. Spunnust
af þessu hatrammar deilur, m.a. á milli dýralækna landsins.
Garnaveikin var hins vegar rétt greind af Ásgeiri Einarssyni dýralækni
fljótlega eftir að hennar varð vart á Austurlandi.
Eftir hina afdrifaríku innflutninga á árinu 1933 lá innflutningur
á lifandi dýrum lengi niðri. Innflutningur á sæði úr skoskum Galloway
nautum var leyfður á sjöunda og áttunda áratugnum. Þetta
sæði var síðan notað til að sæða kvígur, bæði af Galloway blendingsstofni
og alíslenskum, sem voru fluttar í einangrunarstöð
nautgripa í Hrísey, sem landbúnaðarráðuneytið reisti. Fósturvísar
af holdastofnum nautgripa voru fluttir inn árið 1995 og komið
fyrir í fósturmæðrum í Einangrunarstöðinni Hrísey. Árið 2000 var
gefin heimild til innflutnings á norskum fósturvísum af mjólkurkúakyni,
en heimildin var ekki nýtt þar sem meirihluti kúabænda
reyndist á móti slíkum innflutningi og eru 51 fósturvísar enn í
djúpfrysti í Noregi og verða brátt úreltir hvað kynbótagildi varðar.

Einangrunarstöðin í Hrísey.

Gæludýr voru einnig flutt inn bæði ólöglega og löglega, en Einangrunarstöð
gæludýra í Hrísey, sem landbúnaðarráðuneytið
reisti, tók til starfa árið 1990 með nýjum lögum um innflutning
dýra og jókst þá löglegur innflutningur til muna. Fyrst var rekstur
og fagleg stjórn einangrunarstöðvarinnar í umsjá yfirdýralæknis,
en síðar var rekstur færður til einkaaðila. Nú eru á hverju ári gefin
leyfi fyrir innflutningi á um 200 hundum og köttum. Á árinu
2003 var innréttuð sérstök

Ný skoðunarstöð gæludýra hefur verið komið
upp á Keflavíkurflugvelli.

aðstaða á Keflavíkurflugvelli
á vegum yfirdýralæknis til
að geta skoðað gæludýrin og
innflutningsskjöl, sem fylgja
með þeim, strax við komuna
til landsins. Einnig til að betur
fari um dýrin og þau
hvílist áður en þau eru send
í einangrun í Hrísey.
Ennfremur er reglubundinn
innflutningur á frjóeggjum
vegna eggja- og kjúklingaframleiðslunnar
og hafa
eggja- og kjúklingabændur
komið sér upp einangrunaraðstöðu,
sem er undir eftirliti
yfirdýralæknis. Frjóegg anda, dúfna, fasana og helsingja hafa einnig verið flutt inn frá
ýmsum löndum.
Sótthreinsuð hrogn laxfiska, barra, þorsks og sandhverfu ásamt
sæeyrum og risarækju hafa verið flutt inn, eftir nákvæma umfjöllun
Fisksjúkdómanefndar, sem yfirdýralæknir veitir formennsku.
Skrautfiskar, skrautfuglar og ýmis smádýr eru flutt inn reglulega.
Sama er að segja um innflutning á ýmsum dýrum sem notuð eru
vegna tilrauna, svo sem mýs og rottur.
Loðdýr hafa verið flutt inn á sérstök einangrunarbú undir eftirliti
yfirdýralæknis.
Fangfullar gyltur og svínasæði hefur verið flutt inn nokkrum
sinnum á síðustu árum og dýrum og sæði komið fyrir í einangrunaraðstöðu
sem Svínaræktarfélag Íslands reisti í Hrísey.
Óhætt er að segja að allur löglegur innflutningur hafi gengið vel
fyrir sig og ekki til þess vitað að nýir sjúkdómar hafi borist til
landsins með slíkum innflutningi. Hver einasti innflutningur er
meðhöndlaður sérstaklega af embætti yfirdýralæknis, ströng skilyrði
sett fyrir meðmælum til landbúnaðarráðherra vegna leyfisveitinga
og öll dýr sett í sérstaka einangrun, þar sem fylgst er með
heilbrigði þeirra og þeim ekki sleppt úr einangrun fyrr en það er
tryggt að þau beri ekki sjúkdóma með sér.


4. Áhrif af alþjóðasamningum

Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES)
árið 1994, en sömdu þá um undanþágur frá öllum tilskipunum
varðandi lifandi dýr og búfjár- og sjávarafurðum en árið 1996
gekk svo í gildi nýr samningur varðandi yfirtöku Íslands á tilskipunum
varðandi sjávarafurðir. Yfirdýralæknir var í forsvari fyrir
faglegum samningahópum varðandi þessa þætti fyrir Íslands hönd
frá upphafi. Sérstök undanþága var í upphafi í gildi varðandi innflutning
lifandi fiska og ýmissa sjávardýra. Sú undanþága rann út
á síðasta ári með bráðabirgðalögum nr. 103/2003.
Það er síðan árið 1995 að Ísland gerist aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni
(WTO) og þá fyrst fara að koma fram áhrif af alþjóðasamningum
á innflutning á búfjárafurðum. Samkvæmt sérstökum
samningi WTO um heilbrigði dýra og plantna (SPS samningnum),
þá getur hver þjóð valið sér það varna- og áhættustig sem hún telur
sig þurfa til að koma í veg fyrir að dýra- og mannasjúkdómar
berist til landsins með innflutningi dýra, búfjárafurða og plantna. Skilyrði þess að innflutningi sé neitað er að sýnt sé fram á að
ákveðnir sjúkdómar séu ekki fyrir hendi í landinu og að hætta geti
stafað af innflutningnum. Yfirdýralæknir hefur frá upphafi sinnt
þessari hlið WTO aðildarinnar. Frá árinu 1995 hefur innflutningur
hrárra búfjárafurða sem landbúnaðarráðuneytið hefur heimilað
innflutning á, eftir jákvæða umsögn yfirdýralæknis, smám saman
aukist. Ísland hefur þó ekki alltaf uppfyllt skuldbindingar sínar
varðandi þennan innflutning.
5. Kröfur erlendra kaupenda og útflutningur landbúnaðarafurða
Óhætt er að segja að kröfur erlendra kaupenda vegna útflutnings
á búfjárafurðum hafi í gegnum tíðina verið stór áhrifavaldur
í að bæta verkun og aðstöðu til framleiðslunnar. Í dag hafa sex
sláturhús leyfi til útflutnings á kjöti til Evrópusambandsins (ESB)
en þrjú til Bandaríkjanna. Fjórar mjólkurstöðvar hafa leyfi til að
flytja mjólk og mjólkurvörur til ESB landa. Samkvæmt lögum nr.
93/1995 um matvæli hefur yfirdýralæknir haft umsjón með útflutningi
búfjárafurða, allt frá eftirliti með framleiðslu afurða til
útgáfu heilbrigðisvottorða. Kröfur þessara landa eru sífellt að
þyngjast og aukin vinna er hjá embætti yfirdýralæknis við að hafa
eftirlit með framleiðendum að þeir uppfylli öll skilyrði til útflutnings
á viðkomandi markaði.
6. Viðhorf til framtíðar
Eins og fram hefur komið samdi Ísland um undanþágur frá
ákveðnum köflum í EES samningnum þegar hann var undirritaður.
Undanþágurnar áttu í fyrstu við allan viðauka I í EES samningnum,
en síðan ákvað Ísland að yfirtaka allar gerðir Evrópusambandsins
sem vörðuðu fiska, en fengu undanþágur til 2000 til
að endurskoða aðra hluta þessa viðauka sem varða lifandi dýr og
dýraafurðir.
Á árinu 2000 óskaði ESB eftir því að Ísland myndi innleiða allar
gerðir í viðauka eitt eins og Noregur væri búinn að gera. Ísland
óskaði þá eftir því að ESB myndi rökstyðja þessa ósk sína formlega.
Það svar hefur ekki enn borist. Hins vegar tóku fulltrúar ESB
þetta mál upp á sameiginlegum fundi Noregs og Íslands í lok nóvember
2003 í tengslum við innleiðingu þessara landa á matvælareglugerð
ESB nr. 178/2002/EC. Máli þessu er því ekki lokið og

laugardagur 23 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is