Nú liggur fyrir nefndarálit um matvælafrumvarpið ásamt breytingartillögum.

3.1    Breytingar á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, með síðari breytingum, sbr. III. kafla frumvarpsins.
     Ein af meginbreytingum í þessum kafla frumvarpsins er sú að skilið verði á milli opinbers eftirlits héraðsdýralækna og almennrar dýralæknaþjónustu þeirra. Forsenda breytinganna er að tryggja að héraðsdýralæknar sinni eingöngu opinberum eftirlitsstörfum, en séu ekki samhliða þeim að sinna almennri dýralæknaþjónustu. Samkvæmt reglugerð EB nr. 882/2004 er aðildarríkjum skylt að tryggja að ekki geti orðið hagsmunaárekstrar í störfum þeirra er sinna opinberu eftirliti, sbr. b-lið 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar.
    Á fundi nefndarinnar þar sem fjallað var um þann hluta frumvarpsins sem snýr að breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, nr. 66/1998, með síðari breytingum, komu fram sjónarmið þess efnis að með boðuðum breytingum væri verið að skerða dýralæknaþjónustu á landsbyggðinni og þannig væri vegið að rétti dýra og dýraeigenda til aðgengis að dýralæknaþjónustu. Auk þess sem breytingarnar séu til þess fallnar að skapa óvissu um fyrirkomulag dýralæknaþjónustu við dreifðari byggðir landsins og verði til þess að dýralæknar hverfi úr störfum í strjálbýli og erfitt verði að manna stöðurnar.
    Nefndin vekur athygli á að í frumvarpinu er komið til móts við þær gagnrýnisraddir sem telja þessar breytingar stofna heilbrigði eða velferð dýra í hættu með því að heimila eftirlitsdýralæknum sem starfa hjá Matvælastofnun, og vinna í umdæmum héraðsdýralækna, að stunda almennar dýralækningar auk opinberra starfa. Einnig er undanþáguheimild til bráðabirgða í 41. gr. fyrir ráðherra til að fela héraðsdýralækni að sinna almennri þjónustu í sínu umdæmi tímabundið gerist þess þörf.
    Nefndin telur í ljósi fram kominna athugasemda brýnt að fyrir liggi sem allra fyrst reglur sem taka á því hvernig tryggja á reglubundna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins. Nefndin leggur til að lagt verði kapp á að lokið verði við reglugerð þá sem mælt er fyrir um í 39. gr. frumvarpsins eigi síðar en 1. júlí 2010 og gerir þá breytingartillögu að bætt verði málsgrein við bráðabirgðaákvæði 41. gr. frumvarpsins þar sem þessi tímamörk verði tíunduð. Nefndin telur ástæðu til að vekja athygli á því að það liggur fyrir, sbr. 79. gr., að III. kafli frumvarpsins um breytingu á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, tekur ekki gildi fyrr 1. október 2011. Það ætti því að gefast góður tími til aðlögunar fyrir þá aðila sem starfa munu í hinu breytta skipulagi.
    Nefndin leggur áherslu á að hugað sé að velferð dýra við framkvæmd 38. og 39. gr. laganna og leggur til breytingar þess efnis á greinunum. Einnig telur nefndin rétt að í lögunum sé heimild til handa ráðherra til að setja reglugerð vegna frekara skipulags og starfs sérgreinadýralækna sem kveðið er á um í 40. gr. frumvarpsins.
    Loks er það mat nefndarinnar að rétt sé að gera breytingu á 2. mgr. 38. gr. frumvarpsins á þann veg að núverandi fyrirkomulag verði látið halda sér þannig að greiðslur fyrir bakvaktaþjónustu dýralækna ráðist áfram af samningi milli Dýralæknafélags Íslands, sjávarútvegs- og landbúnaðar og fjármálaráðuneyta. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir aðkomu Matvælastofnunar að þessum samningum. Nefndin telur ekki fullnægjandi rök fyrir því að Matvælastofnun komi með beinum hætti að samningsgerðinni.

 Breytingar:  Við 38. gr.  a.Á eftir orðinu „tryggja“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: velferð dýra og.  b.  Orðið „Matvælastofnun“ í 2. mgr. falli brott.
 Við 39. gr.   a. Á eftir orðinu „tryggja“ í upphafi 1. málsl. komi: velferð dýra og.
  b. Á eftir orðinu „dýralæknaþjónustu“ í 1. málsl. komi: svo.
  Við 40. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:  Ráðherra er heimilt að setja reglugerð þar sem nánar er kveðið á um störf sérgreinadýralækna.
 Við 41. gr.  a. Í stað dagsetningarinnar „1. nóvember 2013“ í 2. efnismgr. komi: 1. janúar 2015.  b. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Ráðherra skal setja reglugerð skv. 13. gr. eigi síðar en 1. júlí 2010.

http://www.althingi.is/altext/138/s/0353.html

http://www.althingi.is/altext/138/s/0354.html

Matvælafrumvarpið þskj 17

Breytingatillaga DÍ á 3_kafla_

Andsvar Sigurðar Inga 13.10.2009

Umsogn_DÍ 15.09.09

Grein_Gunnars_Arnar_mbl_16.08.09_2009

Umsögn Margrét Guðnadóttir prófessor

Hvað er framundan-Hugleiðing

Þingskjal 241 - 147.mál júlí 2009

Umræðan á Alþingi 23.júlí

Til_alþingismanna_10.06.09

Viðtal við Ólaf Jónsson um fækkun héraðsdýralækna

Skutull Sigríður Inga

Di Umsogn_nr_528 mars 2009

Frumvarp lagt fram_des._2008.

Matvælafrumvarpið þingskjal 418

Athugasemdir_DÍ 8.11.08

Umsögn DÍ vegna matvælafrumvarpsins apr.2008

Bréf sérgreinadýralækna vegna breytinga á lögum nr. 66-1998

Mótmæli eftirlitsdýralækna vegna breytinga á lögumnr 66-1998

Athugasemdir vegna breytinga á lögum um dýralækna


miđvikudagur 20 febrúar 02 2019
Nýjustu fréttir
Yfirlýsing fagráðs um velferð dýra vegna máls Brúneggja...
Yfirlýsing frá Dýralæknafélagi Íslands 2.desember...
Silja Unnarsdóttir, Kristbjörg Sara Thorarensen, Helga Høeg...

Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga

fæst hjá DÍ 3000 kr (dyr@dyr.is)

Atvinnuauglýsingar

Dýralæknastofa Dagfinns leitar að dýralækni í smádýrapraksís. Fullt eða hlutastarf kemur til greina.

 Upplýsingar í síma 5523622.

eða netfangi gauja@dagfinnur.is

Dýraspítalinn í Garðabæ óskar eftir að ráða afleysingardýralækni.

Um er að ræða frá áramótum og til 1. september 2018.

Stöðugildið er 100%. Reynsla skiptir ekki öllu máli en mikilvægt er að viðkomandi tali og skilji íslensku eða sé með mjög góða enskukunnáttu.

Dýraspítalinn í Garðabæ er rótgróinn spítali sem eingöng sinnir smádýrum.

Nánari upplýsingar fást með að hafa samband við undirritaða Hanna M. Arnórsdóttir dýralæknir hanna@dspg.is Jakobína Sigvaldadóttir dýralæknir bina@dspg.is Björn Árnason framkvæmdastjóri  bjorn@dspg.is