Skip to main content

Dýralæknanám

Dýralæknamenntun á háskólastigi og tekur frá 5 ½ – 6 ½ árs. Dýralækningar eru ekki kenndar hér á landi og hafa dýralæknar sem starfa hér á landi sótt menntun sína til annarra Norðurlanda og í nokkrum öðrum löndum Evrópu. Í könnunum sem gerðar hafa á Norðurlöndum kemur fram að dýralæknanámið er talið eitt erfiðasta háskólanám sem boðið er upp á í þessum löndum. Í þeim skólum þar sem eru skólagjöld er dýralæknanámið með ein hæstu skólagjöldin. Nám frá dýralæknaskólum er ekki sjálfkrafa viðurkennt hérlendis. Sækja þarf um starfsleyfi hér á landi. Ef þú ætlar að sækja um nám skaltu kynna þér hvaða skólar eru viðurkenndir.

Á heimasíðu Evrópusamtaka dýralækna fve.org er upplýsingar um 100 skóla sem viðurkenndir eru í Evrópu. Sjá hér: Veterinary-education-and-training-in-europe/

Helstu skólar sem eru sóttir af íslenskum nemendum:

Kaupmannahafnarháskólinn dýralæknadeildin
Norski dýralæknaháskólinn
Dýralæknaháskólinn Hannover
Dýralæknaháskólinn Edinborg
Dýralæknaháskólinn Búdapest
Dýralæknaháskólinn Kosice

Aðrir dýralæknaskólar

Kanada:

Canadian Universities
Ontario Veterinary College, University of Guelph
University of Saskatchewan
University of Calgary Faculty of Veterinary Medicine
Atlantic Veterinary College

Ástralía:

Hér eru ennfremur tveir tenglar á upplýsingarveitur um endurmenntunarnámskeið og sérhæfingu:  https://www.ivis.org/home.asp og  https://www.improveinternational.com/nordics/

Dýrahjúkrun:

Svíþjóð
Danmörk