Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands haldinn að Laugarbakka 25. ágúst 2019 mælist til þess við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að gengið verði til viðræðna við Neytendasamtökin, Bændasamtökin, Landssamband hestamannafélaga, gæludýraeigendur og aðra hagsmunaaðila um leiðir og aðgerðir til að tryggja sólarhringsþjónustu dýralækna um land allt. Í þessu sambandi er minnt á mikilvægi dýravelferðar, matvælaöryggis og sameiginlegrar heilsu manna og dýra.