DÍ boðar til aðalfundar laugardaginn 13. mars 2021 kl 10:00-14:00 á Teams (fundarboð verður sent út til félagsmanna í tölvupósti). Þó fundurinn verði fyrst og fremst fjarfundur verður einnig möguleiki að sitja fundinn í húsnæði Distica, Hörgatúni 2, Garðabæ. Húsið opnar klukkan 9:30.
Áður en hefðbundin aðalfundarstörf fara fram, mun VÁ teymi Matvælastofnunar kynna viðbragðsáætlun vegna alvarlegra dýrasjúkdóma. Áætlunin hefur verið í endurskoðun og verður vonandi bráðlega gefin út í gæðahandbók.
Félagar eru hvattir til að bjóða fram krafta sína til trúnaðarstarfa á vegum félagsins.
10:00 – Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar kynnt á vegum VÁ teymis Mast
11:15 – Aðalfundur – hefðbundin aðalfundarstörf:
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar lagðir fram:
- Dýralæknafélagsins
- Rannsóknarsjóðs DÍ
- Vísindasjóðs DÍ
- Félagsgjöld ákveðin (skv. 6. gr.)
- Upphæð þóknunar til formanns, gjaldkera, ritara og varamanns fyrir næsta starfsár ákveðin
- Tillögur að lagabreytingum
Engar tillögur hafa borist
- Skýrslur nefnda
- Kosningar:
- Stjórn félagsins
Kosið í þrjú embætti til tveggja ára: formaður (Bára Eyfjörð Heimisdóttir býður sig fram), ritari (Elísabet Hrönn Fjóludóttir býður sig fram) og varamaður (Gísli Sverrir Halldórsson býður sig fram)
- Skoðunarmenn reikninga (innri og ytri skoðunarmaður)
- Þrír fulltrúar í uppstillingarnefnd (skv. 8. gr.)
- Stjórnarmaður í Vísindasjóð DÍ
Guðbjörg Þorvarðardóttir býður sig fram í stað Þorsteins Ólafssonar
- Tveir fulltrúar í siðanefnd ásamt varamönnum
- Fimm manna samninganefnd vegna samninga við ríki, sveitarfélög og Samtök atvinnulífsins
- Þriggja manna ritstjórn vegna heimasíðu DÍ
- Þriggja manna undirbúningsnefnd Dýralæknaþings
- Fulltrúar í ráð og aðrar nefndir sem félagið á aðild að.
- Önnur mál er fram koma og varða félagið.
Hlökkum til að sjá og skjá sem flest
Stjórnin