Skip to main content
All Posts By

charlotta

DÍ hefur veitt umsögn um frumvarp um lengingu fæðingarorlofs

By Fréttir og viðburðir

Dýralæknafélag Íslands hefur gefið umsögn um frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Félagið ítrekar í umsögn sinni það sem fram kom í bréfi félagsins til Félags- og jafnréttismálaráðherra dagsettu 7. apríl 2017.

Í bréfinu var beiðni um lagabreytingu sem geri sjálfstætt starfandi, barnshafandi dýralæknum, að framlengja fæðingarorlof af öryggisástæðum. Eins og kom fram í viðtali við sjálfstætt starfandi dýralækni í sjónvarpsfréttum fjalla reglurnar um framlengingu af öryggisástæðum um starfsmenn en ekki sjálfstætt starfandi konur. Þessu þarf að breyta, enda lítur félagið svo á að sjálfstætt starfandi konur sem starfa við slíkar aðstæður eigi sama rétt á framlengingu og konur sem eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana.

Sjá frétt RÚV hér: