Skip to main content

Starfsleyfi

Þeir einir mega stunda dýralækningar hér á landi sem hlotið hafa leyfi landbúnaðarráðherra samkvæmt ákvæðum sem ráðherra setur í reglugerð að fenginni umsögn yfirdýralæknis.  Landbúnaðarráðherra gefur út leyfisbréf handa dýralækni til að stunda dýralækningar og dýralæknir undirritar eiðstaf þar að lútandi. Yfirdýralæknir heldur skrá yfir dýralækna sem hafa leyfi til að stunda dýralækningar.

Dýralæknum, sem hefja störf á Íslandi, ber að kynna sér íslensk lög og reglur um dýralækningar og þeir sem starfa í opinberri þjónustu skulu hafa vald á íslenskri tungu. Heimilt er að fela dýralæknanemum á síðari hluta námsferils að gegna tímabundið ákveðnum dýralæknisstörfum undir stjórn dýralæknis ef yfirdýralæknir mælir með því. Eingöngu þeir dýralæknar sem hafa leyfi til að stunda dýralækningar mega framkvæma læknisaðgerðir á dýrum. Undanþegnar eru þó minni háttar aðgerðir og lyfjameðferð í samráði við dýralækni.

Dýralækni er einungis heimilt að afhenda eða ávísa lyfseðilsskyldum lyfjum handa dýri þegar hann hefur greint sjúkdóminn.