Skip to main content

Á aðalfundi Dýralæknafélags Íslands sem haldinn var 13. mars 2021 voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:

Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands 13. mars 2021 leggur eindregið til við landbúnaðarráðherra að hætt verði við núverandi áform um að leyfa sölu á heimaslátruðu kjöti með takmarkaðri aðkomu dýralækna, þar sem það er talin ógnun við matvælaöryggi og dýravelferð.

 

Aðalfundur Dýralæknafélags Íslands haldinn 13.mars 2021 telur mikilvægt að ekki verði frekari tafir á því að setja reglugerð þar sem skilgreint verði hvar sé  talið nauðsynlegt að dýralæknar búi yfir kunnáttu í íslensku sbr. breytingar sem Alþingi gerði árið 2018  á ákvæðum í 5. mgr. 6. gr.  laga nr.66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.