Skip to main content

Dagpeningar og akstursgreiðslur

Kostnaður vegna ferða á vegum vinnuveitanda

Dagpeningar vegna ferðalaga á vegum vinnuveitanda. Ferðakostnaður á ferðalögum erlendis greiðist með dagpeningum sem eru ákveðnir af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins. Kostnaður vegna ferðalaga innanlands skal greiða eftir reikningi en dagpeninga ef um það er samið eða ekki er hægt að leggja fram reikninga.

Akstursgjald Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar einnig um upphæðir og útfærslu akstursgjalds.

Upphæðir dagpeninga og akstursgjalds. Upplýsingar um upphæðir  dagpeninga og akstursgjalds vegna ferða erlendis og innanlands eru uppfærðar reglulega og birtar á vef fjármálaráðuneytisins. Upplýsingar um SDR gengi má finna á heimasíðu Seðlabanka Íslands