Skip to main content

Dýralæknafélag Íslands hefur gefið umsögn um frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Félagið ítrekar í umsögn sinni það sem fram kom í bréfi félagsins til Félags- og jafnréttismálaráðherra dagsettu 7. apríl 2017.

Í bréfinu var beiðni um lagabreytingu sem geri sjálfstætt starfandi, barnshafandi dýralæknum, að framlengja fæðingarorlof af öryggisástæðum. Eins og kom fram í viðtali við sjálfstætt starfandi dýralækni í sjónvarpsfréttum fjalla reglurnar um framlengingu af öryggisástæðum um starfsmenn en ekki sjálfstætt starfandi konur. Þessu þarf að breyta, enda lítur félagið svo á að sjálfstætt starfandi konur sem starfa við slíkar aðstæður eigi sama rétt á framlengingu og konur sem eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana.

Sjá frétt RÚV hér: