Skip to main content

Dýraauðkenni

Dýraauðkenni (dyraaudkenni.is) er heimasíða þar sem hægt er að fletta upp örmerkjum eða einstaklingsmerkjum gæludýra. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á netinu allan sólarhringinn sem eykur líkurnar á að dýr í vanskilum komist aftur til eigenda sinna.

Heimasíðan er í eigu Völustalls ehf. sem er einkahlutafélag í eigu Dýralæknafélags Íslands, en félagið var stofnað með það að markmiði að halda utan um einstaklingsmerkingar gæludýra og gera upplýsingarnar aðgengilegar á netinu til að tryggja velferð dýranna.

Í reglugerð um velferð gæludýra er kveðið á um skyldu gæludýraeigenda til að láta örmerkja alla hunda, ketti og kanínur, þannig að í dag ættu öll gæludýr að finnast í grunninum.

Í upphafi árs 2017 höfðu 54.918 dýr verið skráð í grunninn frá upphafi, en við stofnun grunnsins voru skráð í hann 37.500 dýr.

Hægt er að skrá sig inn á dyraaudkenni.is með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Aðgangurinn gerir eigendum gæludýra kleift að bæta við upplýsingum um dýrin sín meðal annars tilkynna um týnd dýr, setja inn myndir, skrá eigendaskipti og fleira.

Hér ferð þú inn á heimasíðu Dýraauðkennis