Skip to main content

Dýralæknar með starfsleyfi

Á heimasíðu MAST má finna uppfærðan lista yfir dýralækna með löggildingu hér á landi. Slóðin er hér Dýralæknar með starfsleyfi

 

Upplýsingar til nýrra dýralækna

Nám í dýralækningum – hvaða skólar eru viðurkenndir á Íslandi?

 • Ef dýralæknaháskóli í Evrópulandi gefur réttindi til dýralæknastarfa í því landi þá gildir það almennt jafnframt innan EES-svæðisins (ekki algilt en nokkuð almennt).
 • Dýralæknaskólar utan EES eru margir og mismunandi. Dýralæknaráð hérlendis þarf að meta viðkomandi nám frá þessum skólum og skoðar m.t.t. lokinna eininga hjá viðkomandi og að þær séu staðlaðar og sambærilegar einingum á EES svæðinu.  Hvert einstakt tilvik fyrir sig er skoðað.

############################################

Nýútskrifaður dýralæknir – hvað svo?

 • Sótt er um leyfi til dýralækninga á vef Matvælastofnunar (þjónustugátt), MAST
 • Viðkomandi þarf að fara í viðtal hjá yfirdýralækni eða öðrum dýralækni hjá Matvælastofnun í umboði yfirdýralæknis.
 • Eins þarf viðkomandi að fara í kennslu í búfjárheilsu hjá MAST til að uppfylla kröfur leyfisins.

Nemi í dýralækningum – vinna/starfsnám?

 • Matvælastofnun er heimilt að fela dýralæknanemum á síðari hluta námsferilins að gegna tímabundið ákveðnum dýralæknastörfum undir stjórn og ábyrgð starfandi dýralæknis.
 • Slíkt leyfi þarf að sækja um í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar.

Þarf tryggingu/tryggingar – hvers konar?

 • Tengt því að geta ekki stundað vinnu vegna veikinda => skoða og bera saman hvað slík trygging er hjá tryggingafélagi á móti því hvað réttindi úr sjúkra/styrktarsjóði BHM veitir (sjá hér fyrir neðan).
 • Huga þarf að tryggingu tengt því ef upp kæmi óhapp í starfi eða að viðkomandi yrði á mistök .
 • Tryggingar eru oftast í gegnum vinnustaðina, annars er líka hægt að kaupa þá tryggingu sem hver og einn vill (telur hentugast fyrir sig) hjá tryggingafyrirtækjum.

Hvar fæ ég tól og tæki – hvers konar?

 • Útbúnað er hægt að panta í gegnum Vistor eða erlendar síður.

Hvar fæ ég lyf fyrir starfsemina – hvernig?

 • Sækja þarf um lyfsöluleyfi hjá Lyfjastofnun.
 • Lyf er hægt að versla frá heildsölum slíkra lyfja (t.d.Vistor).
 • ATH! Það er gerður greinarmunur á lyfsölu annars vegar og svo lyfjagjöfum sem eru eðlilegur hluti dýralæknisþjónustu. Það þarf ekki sérstakl leyfi (lyfsöluleyfi) fyrir þeim lyfjum sem viðkomandi nýtir sjálfur til meðhöndlunar (lyfjagjöf) í sínum praksís (þ.e.þeim sem veitt eru sem hluti meðferðar hverju sinni).

Hvað gerir stéttarfélagið Dýralæknafélag Íslands, DÍ, fyrir mig?

 • ALLS KONAR og ALLT MÖGULEGT – sjá hér fyrir neðan ;o)

############################################

Get ég orðið félagi í DÍ?

 • Félagar geta þeir orðið sem lokið hafa háskólaprófi í dýralækningum og fengið starfsleyfi á Íslandi.
 • Nemar geta verið með svo kallaða aukaaðild (greiða ekki félagsgjald, hafa ekki kjörgengi né kosningarétt en fá fréttir frá félaginu).
 • Lífeyrisþegar sem greitt hafa til félagsins eru með aukaaðild að félaginu (greiða ekki félagsgjald við starfslok, hafa ekki kjörgengi né kosningarétt, eru upplýstir um starfsemina).

Hvernig verð ég félagi í DÍ?

 • Þú þarft að láta vinnuveitanda þinn vita að þú viljir vera félagi í DÍ og þá hefst innheimta hans sem nemur 0,9% af heildarlaunum þínum ásamt launatengdu stéttarfélagsgjöldunum sem hann þá greiðir til BHM og eru upplistuð hér fyrir ofan.
 • Samhliða hefur þú samband við félagið (dyr@dyr.is) til upplýsinga um að þú ætlir að gerast félagi.

Stimplar DÍ

 • Félagið lætur útbúa stimpil með læknanúmeri þínu og nafni ásamt lógói félagsins þegar þú ert orðinn félagi og þér er frjálst að nota.

Hvað gerir DÍ fyrir mig sem félaga?

 • Þú greiðir 0,9% af heildarlaunum þínum til félagsins sem félagsgjald (sjálfstætt starfandi greiða af þeirri upphæð sem viðkomandi reiknar sér í laun), BHM (Bandalag háskólamanna) sér um innheimtu félagsgjaldsins.
 • Félagið gætir hagsmuna félaga sinna hvað varðar lagaumhverfi, kröfur og réttindi allra dýralækna (einyrkjar, launþegar, atvinnurekendur), þar með talið að tala máli félaganna í kjaraviðræðum.
 • Félagar fá reglulega póst frá félaginu og aðgang að fésbókarhópi DÍ, aðgang að WorldFeng á sérkjörum DÍ, aðgang að rafrænum námskeiðum sambanda sem DÍ er aðili að og ýmsum fræðslunámskeiðum BHM.
 • Félagar fá aðgengi að viðburðum á vegum DÍ, s.s. dýralæknaþingum, dýralæknahittingum, fagfundum/ráðstefnum …

############################################

Samhliða félagsgjaldi í DÍ greiðir launagreiðandi fyrir þig í sjóði BHM (valkvætt fyrir sjálfstætt starfandi)

 • 0,75% af heildalaunum í styrktarsjóð EF þú starfar hjá ríki/sveitarfélagi
  • Styrktarsjóður styrkir/greiðir að hluta líkamsrækt, meðferð á líkama og sál, krabbameinsleit, gleraugu og augnaðgerðir, heyrnartæki, tannviðgerðir, áhættumat vegna hjartasjúkdóma, fæðingarstyrk, ættleiðingarstyrk, tækni- eða glasafrjóvgun, sjúkradagpeninga, endurhæfingu á heilsustofnun, vímuefnameðferð, dánarbætur, starfstengd áföll eða óvænt starfslok, ferðastyrk, annan heilbrigðiskostnað. Sjá nánar útlistun og skilyrði á vefslóðinni https://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/styrktarsjodur/styrkir/
 • 1,0% af heildalaunum í sjúkrasjóð EF þú starfar á almennum vinnumarkaði
  • Sjúkrasjóður styrkir/greiðir að hluta líkamsrækt, meðferð á sál og líkama, forvarnir, heyrnartæki, fæðingarstyrk, tæknifrjóvgun, sjúkradagpeninga, dánarbætur, starfstengd áföll eða óvænt starfslok, ættleiðingu. Sjá nánari útlistun og skilyrði á vefslóðinni https://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/sjukrasjodur/styrkir/
  • Réttindi til greiðslu úr sjóðnum fást við að greiða í hann í 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellt
 • 0,25% af heildalaunum í orlofssjóð (opinber og almennur starfsmarkaður).
  • Orlofssjóður leigir sjóðfélögum orlofshús og íbúðir, hér á landi og erlendis auk þess að selja flugferði, hótelgistingu, útilegukort, veiðikort og golfkort á afsláttarkjörum. Sjá nánar á vefslóðinni https://orlof.is/bhm/
 • 0,22% af heildalaunum í starfsmenntunarsjóð BHM (opinber og almennur starfsmarkaður).
  • Sjóðurinn styrkir sjóðsfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna sí- og endurmenntunar sem tengist verkefni í starfi eða fagsviði umsækjenda. Það geta verið stök námskeið, nám, ráðstefnur og málþing, kynnisferðir og önnur styrkhæf námskeið sem ekki tengjast fagsviði viðkomandi.  Sjá nánari útlistun og skilyrði á vefslóðinni https://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/starfsmenntasjodur/styrkir/
 • 0,7% af heildalaunum í starfsþróunarsetur háskólamanna (þeir sem starfa hjá ríki/sveitarfélagi, valkvætt fyrir þá sem starfa á almennum vinnumarkaði og eru sjálfstætt starfandi)
  • Um er að ræða styrki til einstaklinga, stéttarfélaga, stofnana og sveitarfélaga vegna starfsþróunar og er ætlað að stuðla að framgangi félagsmanna aðildarfélaga BHM og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Sjá nánari útlistun og skilyrði á vefslóðinni https://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/starfsthrounarsjodur-haskolamanna
 • 0,1% af heildarlaunum (allra) í starfsendurhæfingarsjóð VIRK (fer um innheimtugátt lífeyrissjóðanna)
  • VIRK eflir starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Sjá nánar á vefslóðinni https://www.virk.is/

AUK þessa greiðir þú í lífeyrissjóð fyrir þig og aflar þér þannig réttinda fyrir síðari æviskeið

 • 4% innheimtir launagreiðandi af þínum heildarlaunum
 • 11,5% af heildarlaunum þínum greiðir launagreiðandi fyrir þig í lífeyrissjóð þinn sem mótframlag

VAL er um að óska eftir að greiða í séreignalífeyrissjóð.  Þú þarft þá að velja í hvaða sjóð þú greiðir og gera samkomulag/samning þar um við sjóðinn sem síðan vinnuveitandi/launagreiðandi fær frá þér.  Um er að ræða:

 • 2-4% eru innheimt af heildarlaunum (þú velur prósentustigið) af launagreiðanda sem stendur skil á því til þess sjóðs sem þú hefur valið
 • 2% mótframlag frá launagreiðanda sem hann leggur til og stendur skil á því til sjóðsins sem þú hefur valið

Athugið að það tekur einhvern tíma að afla sér fullra réttinda í þessa sjóði og ákveðna lámarksupphæð til að ná fullri aðild.