Þann 1. janúar 2020 var Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, sæmd heiðursorðu hinnar íslensku fálkaorðu. Fékk hún riddarakross fyrir framlag til velferðar dýra og störf á vettvangi dýralækninga og sjúkdómavarna. Dýralæknafélag Íslands óskar Sigurborgu innilega til hamingju með viðurkenninguna.