Skip to main content

Launagreiðendur

 

Félagsgjald Dýralæknafélags Íslands er frá og með 1. apríl 2021 0,9% af heildarlaunum á mánuði. Númer félagsins er 615 og þarf það að komi fram á skilagrein.

BHM innheimtir félags- og sjóðagjöld fyrir Dýralæknafélag Íslands

Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern launamánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til stéttarfélaga fyrir hvern launþega til Bókunar- og innheimtumiðstöðvar BHM, fyrir gjalddaga þ.e. 15. hvers mánaðar. Áríðandi er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á skilagreinum og að útreikningur iðgjalda sé réttur m.v. viðeigandi kjarasamning. Iðgjöld eiga að reiknast af launatekjum.

Kröfur stofnast í netbanka þegar skilagrein hefur borist nema óskað hafi verið eftir öðrum greiðslumáta eða ef ávallt hefur verið millifært. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags. Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar.

Hvernig á að ganga frá skilagreinum?

Iðgjaldaskil

Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til stéttarfélaga fyrir hvern launþega til BHM, fyrir gjalddaga þ.e. 15. hvers mánaðar. Áríðandi er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein.

Kröfur stofnast í netbanka þegar skilagrein hefur borist nema óskað hafi verið eftir öðrum greiðslumáta eða ef ávallt hefur verið millifært. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags. Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir launamánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar.

BHM óskar eftir að fá allar skilagreinar sendar með rafrænum hætti.

Skil úr launakerfi

  • Senda má skilagrein rafrænt með XML (sjá skilagrein.is) eða með SAL færslu á netfangið skbib@bhm.is. Launþeginn verður að vera merktur með réttu stéttarfélagsnúmeri, réttum innheimtuaðila (BHM 2999) og gildum færslutegundum svo hægt sé að senda rafrænt.
  • Ekki er þörf á notendanafni og lykilorði (veflykli) og úthlutar BHM því ekki neinum lykilorðum.

Rafræn iðgjaldaskil

  • RAFRÆNT SKILAGREINAFORM
  • Sjálfstætt starfandi og smærri fyrirtæki á almenna vinnumarkaðnum sem ekki skila iðgjöldum inn beint úr launakerfi, geta skilað iðgjöldunum inn í gegnum ofangreint rafrænt skilagreinaform. Formið er einfalt í notkun og birtist útreikningur sjálfkrafa. Notendur þurfa að ákveða í hvaða sjóði þeir ætla ekki greiða, með því að haka við þá sjóði sem þeir vilja sleppa. Athugið að færa þarf inn upphæð í báða launadálka þar sem vísindasjóður er reiknaður af dagvinnulaunum, þó svo að um sömu launaupphæð er að ræða. Einnig er nauðsynlegt að fara vel yfir upplýsingarnar áður en ýtt er á “senda” hnappinn. Kvittun sendist á uppgefið netfang þegar iðgjöldin hafa verið send.

Tölvupóstur, bréfpóstur og fax

  • Netfang fyrir skilagreinar: skbib@bhm.is.
  • Póstfang fyrir skilagreinar sem berast í bréfpósti:  Bandalag háskólamanna v/BIB, Borgartúni 6, 105 Reykjavík (Ath. ekki er mælt með þessum sendingarmáta)
  • Faxnúmer: 595 5101

Greiðsluleiðir

Tvær greiðsluleiðir eru mögulegar:

  • Greiða kröfur sem myndast í netbanka launagreiðanda.
  • Greiða með millifærslu inn á bankareikning BHM  0336-26-50000 kt. 630387-2569.

BHM mælir með því að kröfur séu frekar greiddar í stað millifærslu.

Ef krafa hefur ekki stofnast í netbanka getur eftirfarandi átt við:

  • skilagrein hefur ekki borist Bókunar- og innheimtumiðstöð BHM.
  • launagreiðandi hefur ávallt millifært.

Greiðslur í sjóði

Í orlofssjóð BHM greiðist 0,25% af heildarlaunum, í sjúkrasjóð BHM fyrir starfmenn á almennum markaði 1% af heildarlaunum, í fjölskyldu- og styrktarsjóð fyrir starfsmenn hins opinbera greiðist 0,55% af heildarlaunum, í starfsmenntasjóð 0,22% af heildarlaunum og 0,1% viðbótariðgjald skv. kjarasamningi FÍ við Samband íslenskra sveitarfélaga, í starfsþróunarsetur 0,7% af heildarlaunum og í vísindasjóð (úr samningi við Sambandið) 1,5% af dagvinnulaunum.

Framlag ríkisstarfsmanna í starfsendurhæfingarsjóð 0,10% af heildarlaunum verður innheimt af LSR frá og með 1. janúar 2016. Gjaldið skal leggja inn á reikning 0334-26-54545 kt. 711297-3919.

Persónuuppbætur eru tvennskonar samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og viðsemjenda, þ.e. desemberuppbót og orlofsuppbót. Upphæðirnar má finna hér