Skip to main content

Um sjóði BHM

 

Þeir félagsmenn Dýralæknafélags Íslands sem hafa stéttarfélagsaðild eru aðilar að sjóðum BHM.

Félagsmenn aðildarfélaga BHM eiga aðild að eftirtöldum sjóðum en sjóðsaðild getur verið misjöfn eftir starfsvettvangi:

 • Sjúkrasjóður – fyrir félagsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði.
 • Styrktarsjóður – fyrir félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarkaði (hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum styrktum af almannafé).
 • Orlofssjóður – fyrir félagsmenn á opinberum og almennum vinnumarkaði.
 • Starfsmenntunarsjóður – fyrir félagsmenn á opinberum og almennum vinnumarkaði.
 • Starfsþróunarsetur háskólamanna – fyrir félagsmenn á opinberum markaði og félagsmenn á almennum markaði sem hafa samið um það sérstaklega, stofnanir, stéttarfélög og samningsaðila.

Þjónustuver BHM

Upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki og orlofskosti

Þjónustuver BHM veitir félagsmönnum aðildarfélaga upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, umsókna um orlofskosti o.fl. Það er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð) og er opið alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00.

Þjónustan er veitt gegnum netspjall, sjá heimasíðu BHM, tölvupóst, í síma eða á staðnum.
Netfang: sjodir@bhm.is
Sími: 595 5100

Mínar síður BHM

Á mínum síðum BHM geta félagsmenn

 • Sótt um styrki í Sjúkrasjóð, Styrktarsjóð, Starfsmenntunarsjóð, Starfsþróunarsetur háskólamanna, og tengst orlofsvef Orlofssjóðs BHM.
 • Bætt fylgiskjölum við umsóknir.
 • Fylgst með ferli umsókna og fengið upplýsingar um notkun á sjóðum BHM, t.d. hvað búið er að nýta innan almanaksárs.
 • Fylgst með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda.
 • Uppfært persónuupplýsingar.
 • Verið í rafrænum samskiptum við sjóðafulltrúa.

Sótt er um alla styrki gegnum Mínar síður BHM