Skip to main content

Félagið

 

Dýralæknafélag Íslands var stofnað 7. september 1934. Félagið er fag- og stéttarfélag dýralækna.
Hlutverk þess er að vinna að sameiginlegum hagsmunum dýralækna á Íslandi.

Dýralæknafélag Íslands veitir félagsmönnum sínum margs konar þjónustu. Það býður upp á leiðsögn varðandi kjara- og réttindamál ásamt túlkun á samningum og ráðgjöf ef ágreiningur kemur upp varðandi kjör eða réttindi. Dýralæknafélag Íslands hefur samningsumboð fyrir dýralækna sem starfa hjá sveitarfélögum, ríki og á almennum markaði.

Dýralæknafélag Íslands vinnur enn fremur að því að efla faglega þekkingu dýrlækna með námskeiðum, fræðsluerindum og miðlun gagnlegra upplýsinga fyrir stéttina.

Dýralæknafélag Íslands er eitt af aðildarfélögum Bandalags háskólamanna (BHM). Formaður Dýralæknafélags Íslands situr formannaráðsfundi bandalagsins auk þess sem félagið tekur þátt í aðalfundi BHM og öðrum fulltrúafundum. Kjarafélagar DÍ njóta þeirra réttinda sem sjóðir BHM veita. Starfsmenn BHM sjá um innheimtu félagsgjalda, rekstur sjúkra- og starfsmenntasjóða og orlofssjóðs. Í þjónustuveri BHM er hægt að fá upplýsingar um réttindi í sjóðum BHM. Formaður Dýralæknafélags Íslands situr formannaráðsfundi bandalagsins auk þess sem félagið tekur þátt í aðalfundi BHM og öðrum fulltrúafundum.

Stjórn Dýralæknafélags Íslands fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda og fylgir eftir lögum félagsins og samþykktum.  Á vegum félagsins eru fimm nefndir að störfum kjaranefnd, siðanefnd, ritnefnd og uppstillingarnefnd og nefnd sem fer með stjórn Vísindasjóðs DÍ. Þá sér félagið um rekstur Völustalls ehf, einkahlutafélags í eigu DÍ, sem rekur Dýraauðkenni.is.

Formaður Dýralæknafélags Íslands er Bára Eyfjörð Heimisdóttir, netfang: formadur@dyr.is
Framkvæmdastjóri félagsins er Sigríður Bjarnadóttir, netfang: dyr@dyr.is

Viljir þú hafa samband við félagið þá sendu fyrirspurn á netfangið: dyr@dyr.is

Þú getur pantað bókina Dýralæknatal, búfjársjúkdómar og saga með því að senda póst. Verð kr. 3.000.-

Félagsmenn Dýralæknafélags Íslands

Félagsmenn í Dýralæknafélagi Íslands eru nú 156 auk fjórtán eftirlaunaþega á skrá.