Skip to main content

Rannsóknarsjóður Dýralæknafélags Íslands varð til við undirritun kjarasamnings DÍ við ríkið 1989. Markmið sjóðsins er að auka tækifæri félagsmanna Dýralæknafélags Íslands til framhaldsmenntunar, endurmenntunar, rannsókna og þróunarstarfa.

Stjórn sjóðsins er skipuð af stjórn DÍ.

Tekjur sjóðsins eru:

a) framlag ríkisins sem nemi 1.8% af föstum dagvinnulaunum félagsmanna DÍ,
b) vaxtatekjur, og
c) aðrar tekjur.

Þeir dýralæknar sem starfa hjá sveitarfélögum og einkafyrirtækjum hafa komist að sambærilegum samningum um framlag þeirra til sjóðsins.

Styrkir úr sjóðnum miðast við þá upphæð sem lögð er til sjóðsins fyrir hvern aðilarfélaga en aðild að sjóðnum eiga aðeins þeir félagsmenn DÍ sem greitt er fyrir í sjóðinn.