Skip to main content

Aðild að DÍ

 

Félagar í Dýralæknafélagi Íslands geta þeir orðið sem lokið hafa háskólaprófi í dýralækningum.

Þá geta þeir dýralæknar sem greiða til annars stéttarfélags vegna starfa sinna sótt um fagaðild.
Aukaaðild geta eftirfarandi sótt um: dýralæknanemar, dýralæknar í framhaldsnámi, dýralæknar sem dvelja erlendis í hálft ár eða lengur og dýralæknar sem eru ekki í starfi í hálft ár eða lengur. Aukaaðild ber ekki iðgjald og veitir full félagsréttindi og félagsskyldur nema kosningarétt og kjörgengi. Hverfi dýralæknir aftur til starfa sem dýralæknir hér á landi fellur heimild til aukaaðildar niður.

Þeir félagar sem eru í fæðingarorlofi geta borgað félagsgjaldið í gegn um Fæðingarorlofssjóð með því að biðja um það á umsókninni.

Félagsgjaldið er nú 1% af heildarlaunum.

Umsókn um aðild

Þú getur sótt um aðild að Dýralæknafélagi Íslands með því að senda póst á netfangið hér fyrir neðan.

Sækja um aðild að DÍ