Skip to main content

Skráning er hafin á Dýralæknaþingið sem fram fer í Breiðdalsvík dagana 11.-13. september 2020. Meðfylgjandi eru drög að dagskrá. 

Upplýsingar um verð og skráningu, sjá hér fyrir neðan.

Drög að dagskrá:

Föstudagur

18:00 – 19:00 Stutt síðdegisganga um Breiðdalsvík undir leiðsögn Hákonar

19:15 Kvöldverður og Pubquiz/Kahoot

Laugardagur

(Morgunverður, innifalinn hjá þeim sem eru í gistingu aðfaranótt laugardags. Tjaldbúar geta keypt morgunverð á hótelinu).

9:30 Skráning, kaffi

09:50 – 10:50 Kynning: viðbragðsteymi MAST

11:00 – 11.30 Erindi

11:30 – 12:00 Erindi

12:00-13:00 Hádegisverður

13:00 – 15:00 Kersti Seksel dýralæknir og atferlisfræðingur frá Ástralíu

16:00-18:15 Skoðunarferð um nágrennið. Boðið er upp á skoðunarferð undir leiðsögn heimamanna og fordrykk fyrir kvöldverðinn.

19:00 Hátíðarkvöldverður – glaumur og gleði. DÍ greiðir fyrir félagsmenn.

Sunnudagur

(Morgunverður, innifalinn hjá þeim sem eru í gistingu aðfaranótt laugardags. Tjaldbúar geta keypt morgunverð á hótelinu).

09:00 – 11:00 Aðalfundur DÍ

Aðalfundurinn verður auglýstur nánar síðar en stjórn DÍ hvetur félagsmenn til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Kallað hefur verið eftir framboðum í stjórn félagsins þar á meðal til formanns en núverandi formaður gefur ekki kost á sér aftur.

SKRÁNING OG VERÐ:  Skráningargjald er kr. 4.000.-

Herbergi hver nótt á Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík https://breiddalsvik.is/hotel-blafell/

  • Tveggja manna herbergi 16.850.-kr m/morgunverð
  • Eins manns herbergi 15.850.-kr m/morgunverð
  • Hátíðar kvöldverður laugardag 7.900.-kr pr.mann (þriggja rétta: forréttur, lamb í aðalrétt, og kaka í eftirrétt) (möguleiki á vegan). DÍ greiðir fyrir félagsmenn.

Þátttakendur skrái sig með því að senda tölvupóst á dyr@dyr.is