Skip to main content

DÍ boðar til aðalfundar laugardaginn 13. mars 2021 kl 10:00-14:00 á Teams (fundarboð verður sent út til félagsmanna í tölvupósti). Þó fundurinn verði fyrst og fremst fjarfundur verður einnig möguleiki að sitja fundinn í húsnæði Distica, Hörgatúni 2, Garðabæ. Húsið opnar klukkan 9:30.

Áður en hefðbundin aðalfundarstörf fara fram, mun VÁ teymi Matvæla­stofnunar kynna viðbragðsáætlun vegna alvarlegra dýrasjúkdóma. Áætlunin hefur verið í endurskoðun og verður vonandi bráðlega gefin út í gæðahandbók.

Félagar eru hvattir til að bjóða fram krafta sína til trúnaðarstarfa á vegum félagsins.

10:00 – Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar kynnt á vegum VÁ teymis Mast

11:15 – Aðalfundur – hefðbundin aðalfundarstörf:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Reikningar lagðir fram:
 3. Dýralæknafélagsins
 4. Rannsóknarsjóðs DÍ
 5. Vísindasjóðs DÍ
 6. Félagsgjöld ákveðin (skv. 6. gr.)
 7. Upphæð þóknunar til formanns, gjaldkera, ritara og varamanns fyrir næsta starfsár ákveðin
 8. Tillögur að lagabreytingum

Engar tillögur hafa borist

 1. Skýrslur nefnda
 2. Kosningar:
 3. Stjórn félagsins

Kosið í þrjú embætti til tveggja ára: formaður (Bára Eyfjörð Heimisdóttir býður sig fram), ritari (Elísabet Hrönn Fjóludóttir býður sig fram) og varamaður (Gísli Sverrir Halldórsson býður sig fram)

 1. Skoðunarmenn reikninga (innri og ytri skoðunarmaður)
 2. Þrír fulltrúar í uppstillingarnefnd (skv. 8. gr.)
 3. Stjórnarmaður í Vísindasjóð DÍ

Guðbjörg Þorvarðardóttir býður sig fram í stað Þorsteins Ólafssonar

 1. Tveir fulltrúar í siðanefnd ásamt varamönnum
 2. Fimm manna samninganefnd vegna samninga við ríki, sveitarfélög og Samtök atvinnulífsins
 3. Þriggja manna ritstjórn vegna heimasíðu DÍ
 4. Þriggja manna undirbúningsnefnd Dýralæknaþings
 5. Fulltrúar í ráð og aðrar nefndir sem félagið á aðild að.
 6. Önnur mál er fram koma og varða félagið.

 

Hlökkum til að sjá og skjá sem flest

Stjórnin